fbpx
LengjudeildinSamningurbanner_Orri-1

Orri Sigurjónsson gengur til liðs við Fram!

Orri hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram og mun þar af leiðandi bætast í leikmannahóp liðsins fyrir komandi tímabil.
Orri á 194 leiki að baki á 11 ára ferli með uppeldis félagi sínu Þór Akureyri, þar af tvö tímabil í efstu deild.
Orri er 28 ára gamall og hefur ýmist spilað sem djúpur miðjumaður eða í hjarta varnarinnar á sínum ferli. Við bjóðum Orra hjartanlega velkominn í bláu treyjuna og reiknum við með að hann smelli vel í hópinn.

“Nonni og félagar eru Orra vel kunnugir enda hefur hann iðulega æft með okkur yfir vetrarmánuðina. Hann er búsettur erlendis eins og er og mun koma til liðs við strákana í æfingaferðinni í mars mánuði. Við reiknum því með að hann verður klár í slaginn þegar mótið hefst og er góð viðbót í hópinn.” sagði Agnar Þór Hilmarsson formaður knd. Fram.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!