Okkar menn gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér sigur í Reykjavíkurmótinu með virkilega góðum sigri á Víkingum í Fossvogi. Heimamenn voru vissulega þó nokkuð sterkari aðilinn framan af en strákarnir létu það ekkert slá sig útaf laginu og kláruðu leikinn sannfærandi í seinni hálfleik. Lokatölur 1- 4 og 28. Reykjavíkurmeistaratitillinn í höfn og sá fyrsti síðan 2014.
Magnús Ingi Þórðarson skoraði 2 mörk fyrir okkar menn í dag, Tryggvi Snær Geirsson og Aron Ingason gerðu sitthvort markið.
Það er svo virkilega skemmtilegt að segja frá því að fjórir uppaldir strákar úr 2. flokki spiluðu úrslitaleikinn en 6 af 7 leikmönnum á varamannabekknum komu úr 2. flokki félagsins.
Framtíðin er sannarlega björt.
Til hamingju með titilinn strákar. Þetta er sannarlega ágætis byrjun.