fbpx
Reykjavíkurmeistarar_Banner-1

Fram er Reykjavíkurmeistari 2023!

Okkar menn gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér sigur í Reykjavíkurmótinu með virkilega góðum sigri á Víkingum í Fossvogi. Heimamenn voru vissulega þó nokkuð sterkari aðilinn framan af en strákarnir létu það ekkert slá sig útaf laginu og kláruðu leikinn sannfærandi í seinni hálfleik. Lokatölur 1- 4 og 28. Reykjavíkurmeistaratitillinn í höfn og sá fyrsti síðan 2014.

Magnús Ingi Þórðarson skoraði 2 mörk fyrir okkar menn í dag, Tryggvi Snær Geirsson og Aron Ingason gerðu sitthvort markið.

Það er svo virkilega skemmtilegt að segja frá því að fjórir uppaldir strákar úr 2. flokki spiluðu úrslitaleikinn en 6 af 7 leikmönnum á varamannabekknum komu úr 2. flokki félagsins.
Framtíðin er sannarlega björt.

Til hamingju með titilinn strákar. Þetta er sannarlega ágætis byrjun.

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!