Þorsteinn Gauti hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning. Hann hefur á síðustu árum verið einn af burðarásum meistaraflokks karla. Gauti eins og hann er oft kallaður hefur leikið yfir 100 leiki fyrir félagið og skorað ófá mörkin.
Í vetur var Gauti valinn í finnska landsliðið – https://handbolti.is/thorsteinn-gauti-kalladur-inn-i-finnska-landslidid/
Í Olísdeildinni í vetur hefur hann spilað 18 leiki í deild og skorað 82 mörk.
Til hamingju með nýjan samning!