Tryggvi Garðar Jónsson gengur til liðs við FraTryggvi Garðar Jónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Tryggvi Garðar er tvítugur að aldri og með efnilegri leikmönnum á Íslandi um þessar mundir. Á nýliðnum vetri lék hann gott hlutverk í liði Vals. Þar náði hann sér m.a. í dýrmæta reynslu í Evrópukeppni félagsliða og átti frábæran leik gegn Göppingen úti í Þýskalandi þegar hann skoraði 11 mörk. Þá spilaði hann 18 leiki með Val í vetur og skoraði í þeim 31 mark.
Tryggvi hefur einnig gegnt veigamiklu hlutverki í unglingalandsliðum landsins. Hann passar vel inn í ungt og ferskt liðs Fram. Félagið bindur miklar vonir við að hann blómstri ásamt liðinu á komandi tímabilum.
Einar þjálfari: Mjög gott fyrir okkur að fá leikmann eins og Tryggva til liðs við okkur. Ég hlakkar til að vinna með honum enda hefur hann lengi vel verið einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins. Auki mun hann fitta vel inn í afreksmannaumhverfið hjá okkur í Fram þar sem hann mun fá að vaxa og dafna sem persóna og leikmaður”
Velkominn í Fram Tryggvi og gangi þér vel!