Með mikilli gleði og stolti kynnum við undirritaða samninga við þrjá Framara 🤝💙
Tryggvi Snær Geirsson f. 2000
Egill Otti Vilhjálmsson f. 2004
Viktor Bjarki Daðason f. 2008
Tryggvi Snær Geirsson hefur skrifað undir nýjan samning til loka árs 2025. Tryggvi er 23 ára gamall miðjumaður sem hefur spilað 88 leiki fyrir meistaraflokk Fram og hefur skorað í þeim 7 mörk.
Egill Otti Vilhjálmsson er feykilega spennandi ungur framherji sem hefur verið að raða inn mörkum fyrir 2. flokkinn okkar í sumar. Í samtals 16 leikjum í deild og bikar hefur Egill Otti skorað 24 mörk. Einnig hefur hann spilað 6 leiki fyrir meistaraflokk Fram.
Viktor Bjarki Daðason skrifar undir sinn fyrsta samning við Fram og gildir sá samningur til loka árs 2024 ✍🏻
Viktor Bjarki er bráðefnilegur sóknarmaður sem kemur upp úr yngri flokka starfi Fram, einnig er hann nýkominn heim af reynslu hjá AGF Aarhus og FCK í Kaupmannahöfn. Einnig hefur hann leikið 3 leiki fyrir U-15 ára lið Íslands
Við hlökkum mikið til að fylgjast með frekari uppgangi Tryggva, Egils og Viktors í fallegu bláu treyjunni! 💪🏻
💙 ÁFRAM FRAM 💙