Orkumótið í Vestmannaeyjum fór fram dagana 29. – 1. júní í Vestmannaeyjum.
Fram sendi 3 lið til þáttöku á mótinu að þessu sinni og er óhætt að fullyrða að mótið hafi verið frábær upplifun fyrir hópinn. Eins og búast mátti við voru bæði glæstir sigrir og grátleg töp í bland. Heilt yfir gekk öllum liðunum ágætlega á mótinu. Fram 1 og Fram 3 náðu 3.sæti í sínum deildum og Fram 2 landaði Helliseyjarbikarnum í lokaleik félagsins á mótinu, við gríðarlegan fögnuð allra Framara á svæðinu. Þannig endaði mótið á virkilega jákvæðum hápunkti sem leystist auðvitað upp í hópdans og almennan trylling.
Ari Hrafnkelsson, markvörður í Fram 1, var valinn í landsliðið á mótinu og stóð sig virkilega vel í landsleiknum á Hásteinsvelli þar sem hann varði vel og nældi sér m.a.s. í stoðsendingu í sterkum endaspretti landsliðsins sem endaði uppi sem sigurvegari. Auðvitað voru félagar Ara í Fram í stúkunni þar sem þeir létu vel í sér heyra og hvöttu sinn mann áfram.
Við óskum krökkunum til hamingju með frammistöðuna á mótinu og vonum að þeir hafi búið til fullt af góðum minningum.
Myndir frá mótinu eru hér: https://framphotos.pixieset.com/2023-orkumti/
Áfram Fram!