Enn bætist í jólagleðina því Mackenzie Smith hefur samið við meistaraflokk kvenna og spilar með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.
Mackenzie er alvöru box to box miðjumaður; hávaxin, sterk og gríðarlega vinnusöm. Hún kemur úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún hefur verið fyrirliði háskólans í Tennessee.
Óskar Smári, þjálfari meistaraflokks kvenna, var auðvitað glaður með jólagjafirnar þetta árið:
“Bara geggjað. Þjálfarateymið er hæst ánægt að við séum að tryggja þjónustu bæði Mackenzie Smith og Lili Berg fyrir næsta tímabil. Þær eiga helling sameiginlegt, báðar verið fyrirliðar í skólum sínum út í bandarikjunum, all american leikmenn sem eru báðar að fara i fyrsta skipti í atvinnumennsku. Þær eru með sterkt hugarfar og með mikla leiðtogahæfileika sem mun klárlega nýtast okkur vel. Við bindum miklar vonir við komu þeirra beggja.
Lili er mikill íþróttamaður og kemur úr sterku umhverfi. Leggur sig alla fram og mun styrkja markmanns stöðuna okkar. Það er mjög jákvætt að við eigum þá núna 3 öfluga markmenn i Lili, Þóru og Emblu, og að markmannsstaða liðsins sé klár fyrir næsta tímabil.
Mackenzie Smith er fjölhæfur miðjumaður. Hún er líkamlega mjög sterk, er framúrskarandi i loftbardaganum og virðist vera algjör vinnuvél. Hún býr yfir miklum gæðum, bæði með og án boltans. Hún mun styrkja miðjuna okkar til muna.
Mig langar líka að koma þökkum á framfæri við umboðsmenn þeirra beggja, Gabriel Chapman hjá Inspired XI og Michael Beattie.”
Velkomin Mackenzie Smith!