Kæru Framarar
Íþróttamaður Fram 2023 verður útnefndur fimmtudaginn 28. desember kl. 17:30
Á 100 ára afmæli FRAM 2008 var ákveðið að taka upp þann sið að kjósa „Íþróttamann/konu ársins“ – aðila sem félagið telur að hafi náð afburða árangri í íþrótt sinni ásamt því að vera fyrirmynd FRAM innan vallar sem utan.
Tilkynnt verður um valið á “Íþróttamanni FRAM 2023″ í hófi sem verður haldið í veislusal FRAM, fimmtudaginn 28. des. kl. 17:30. að Úlfarsbraut 126, Íþróttamiðstöð Fram.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir og hvetjum við Framara til að mæta og þiggja léttar veitingar.
Þeir FRAMarar sem tilnefndir eru fyrir árið 2023 eru:
Breki Baldursson Knattspyrnudeild Fram
Dalrós Inga Ingadóttir Almenningsíþróttadeild Fram
Erika Rún Heiðarsdóttir Knattspyrnudeild Fram
Eva Þóra Hauksdóttir Taekwondodeild Fram
Hrönn Júlía Stefánsdóttir Blakdeild Fram
Leevi Kaunio Sveinbjörnsson Taekwondodeild Fram
Reynir Þór Stefánsson Handknattleiksdeild Fram
Þórey Rósa Stefánsdóttir Handknattleiksdeild Fram
Örn Guðjónsson Blakdeild Fram
Knattspyrnufélagið Fram óskar öllu þessu glæsilega íþróttafólki til hamingju með tilnefninguna.
Knattspyrnufélagið Fram