fbpx
Þórey Rósa Íþróttam

Íþróttamaður FRAM 2023 – Þórey Rósa Stefánsdóttir

Þórey Rósa er fædd árið 1989 og er því 34 ára í ár og er tveggja barna móðir.

Hún hóf að leika með meistaraflokki Fram fyrir einum 18 árum, eða árið 2005 og var því einungis 16 ára þegar hún hóf leik með meistaraflokki. Hún lék með Fram til ársins 2009, en þá hélt hún í víking til Evrópu.

Þórey Rósa byrjaði á því að fara til Hollands og lék þar með liðinu Huyser E en O, Emmen og lék þar til 2011. Þá var komin tími til að fara til Þýskalands þar sem hún lék með Oltenburg árið 2011. Þórey Rósa lék síðan með danska liðinu Team Tvis Holstsbru 2011 – 2013 og varð meðal annars Evrópmeistari með liðinu á þeim árum. Eftir það var haldið til Noregs þar sem hún lék með stórliði Vipers Kristianstad árin 2013 – 2017.

Eftir þessa dvöl Þóreyjar Rósu erlendis þá vorum við Framarar svo heppnir að hún kom heim og kom aftur í Fram og hefur leikið þar síðan.

Þórey Rósa er og hefur verið hluti af þeim stóra og glæsilega hópi meistaraflokks kvenna Fram í handbolta sem hefur unnið ótal titla fyrir Fram á undanförnum árum. Hún hefur leikið nálægt 300 leiki með meistaraflokki Fram og líklega skorað í þeim um eða yfir 1.000 mörk.

Þórey Rósa lék með landsliði Íslands á HM, hún lék einnig með landsliði Íslands á HM í Brasilíu árið 2011. Það verður að teljast glæsilegt að vera á þeim stað í sinni íþrótt að hafa verið í 12 ár fastamaður í landsliði. Þórey Rósa hefur leikið 128 landsleiki fyrir hönd Íslands og skoraði í þeim 369 mörk (tölur fyrir leikinn við Angóla á HM).

Þórey Rósa er einstakur félagi og keppnismaður, það er sönn ánægja og heiður fyrir Fram að þessi ótrúlega íþróttakona sé leikmaður félagsins og hafi verið það í svo langan tíma.

Þórey Rósa er því vel að því kominn að vera útnefnd íþróttamaður Fram árið 2023.

Til hamingju Þórey Rósa

Við óskum þeim sem voru tilnefndir til hamingju, sannarlega glæsilegur hópur. 

Knattspyrnufélagið Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!