Tandur og Fram skrifuðu fyrir helgi undir 3 ára samstarfsamning
Tandur fær merki sitt á aðra ermi á keppnistreyjum yngri flokka í handbolta og fótbolta. Ásamt því mun auglýsing frá þeim prýða led skilti félagsins á keppnisleikjum hjá meistaraflokkum félagsins.
Fyrirtækið Tandur var stofnað í Reykjavík þann 9. ágúst 1973. Starfsemi fyrirtækisins felst í framleiðslu, sölu og dreifingu á hreinlætisvörum til fyrirtækja og opinberra stofnana. Samhliða framleiðslu, sölu og innflutningi er mikil áhersla lögð á faglega og framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til viðskiptaaðila.
Við hlökkum til samstarfsins í Tandur-hreinu Fram heimili!