fbpx
Gríptu kemur út 13. mars (16)

Michelsen nýr aðalstyrktaraðili Fram

Knattspyrnufélagið Fram og Michelsen hafa komist að samkomulagi um að Michelsen 1909 verði aðalstyrktaraðili Knattspyrnufélagsins Fram næstu 3 árin. Samningur þess efnis var undirritaður 19. mars 2024. Mun merki úrsmiðanna prýða framhlið búninga Fram í öllum flokkum í fótbolta og handbolta næstu árin.

Michelsen 1909 hefur starfað óslitið innan sömu fjölskyldunnar allt frá 1909 og er í dag rekið af fjórðu kynslóð Michelsen úrsmiða sem gerir fyrirtækið að einstöku fjölskyldufyrirtæki á Íslandi.

“Það er ekki á hverjum degi sem við hjá Michelsen eigum í samskiptum við íslensk félög eða fyrirtæki sem eru nálægt okkur í aldri, en það gerist þó annað slagið. Michelsen er heiður að því að verða aðalstyrkaraðili Knattspyrnufélagins Fram sem er eitt elsta og jafnframt sigursælasta íþróttafélag Íslandssögunnar. Við samsömum okkur í sögu og framtíðarsýn félagsins, en glæsileg aðstaða þess í Úlfarsársdal og aukinn fjöldi iðkenda undanfarinna ára sýnir að framtíðin er björt hjá þessu gamalgróna félagi. Michelsen sýnir ríka samfélagslega ábyrgð og styðja stoltir við félagið í uppeldishlutverki sínu og frekari uppbyggingu og afrekum þess á íþróttasviðinu. Kveðja frá okkur öllum” segir í tilkynningu frá Michelsen fólki.

Ella Sigga bætir við þetta og ítrekar hversu ánægjulegt það sé að tvö rótgróin félög séu að leiða saman hesta sína.

„Við erum gríðarlega ánægð að hefja þessa vegferð með Michelsen og erum þakklát fyrir stuðninginn. Michelsen líkt og Fram á sér langa og farsæla sögu – Fram stofnað árið 1908 og Michelsen árið 1909,  nú koma þessi rótgrónu félög, sem hafa lifað í yfir 100 ár,  saman til  efla það sem þau standa fyrir og síðast en ekki síst að búa til ný tækifæri í nútímasamfélagi .”

Michelsen hefur verið leiðandi fyrirtæki á úramarkaði í fjölda ára. Þeir eru þekktir fyrir gæðavörumerki og afbragðs þjónustu, en í verslun þeirra má finna heimsþekkt vörumerki á borð við ROLEX, Tudor, Gucci og TAG Heuer.

Í dag rekur Michelsen tvær verslanir sem staðsettar eru á Hafnartorgi og Kringlunni.

Við hvetjum auðvitað alla Framara til að eiga í viðskiptum við nýjan aðalstyrktaraðila í framtíðinni.

Hægt er að kynna sér fyrirtækið og vörur þess á http://www.michelsen.is

Að sama skapi viljum við þakka GG-Verk fyrir stuðninginn síðastu árin og óska þeim velfarnaðar.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!