Viktor Bjarki Daðason jafnaði metin fyrir okkar menn gegn Val í leik liðanna í Bestu deildinni 29.apríl. Frábær afgreiðsla á 90. mínútu sem tryggði okkur jafntefli þegar öll von virtist úti.
En ekki aðeins var markið þýðingarmikið fyrir stöðuna í deildinni og stemninguna í liðinu. Þetta var fyrsta mark Viktors Bjarka í Bestu Deildinni og með því varð hann yngsti leikmaður Fram frá upphafi til að skora mark í efstu deild á Íslandi og sá þriðji yngsti séu öll lið meðtalin. Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen og Þórarinn Kristjánsson voru yngri og munaði þó ekki miklu.
Þetta er auðvitað mikið afrek og vert að fagna vel. Til hamingju Viktor Bjarki og megi mörkin verða mikið fleiri.
Framtíðin er björt!