N1 og Fram hafa ákveðið að halda áfram samstarfi sínu til næstu tveggja ára.
N1 sér fólki og fyrirtækjum fyrir eldsneyti, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu á þjónustustöðvum félagsins um allt land. Þeirra hlutverk er að halda samfélaginu á hreyfingu með persónulegri þjónustu og markvissu vöruúrvali sem uppfyllir kröfur viðskiptavina hvert sem ferð þeirra er heitið.
N1 sparar viðskiptavinum bæði tíma og fyrirhöfn með þéttu neti þjónustustöðva og umbunar þeim með margvíslegum ávinningi af viðskiptunum, m.a. með N1 kortinu sem safnar punktum og nýtast á N1 stöðvum um land allt.
,,Mikilvægt og gott að halda eins sterku fyrirtæki og N1 áfram hjá félaginu. Við leggjum allt kapp á að koma til móts við styrktaraðila okkar. Þannig áttu N1 t.d. sinn þátt í að standsetja nýja húsið okkar. Það er einnig frábært að sjá N1 styðja félagið í íþrótta- og uppeldishlutverki sínu og sýna þannig samfélagslega ábyrgð.”
Ella Sigga, formaður Knattspyrnufélagsins Fram