Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2024 fer fram í Reykjavík 26.-31. maí. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár. Keppt er í handknattleik stúlkna, knattspyrnu drengja og frjálsíþróttum beggja kynja.
Á dögunum var valið í úrvalslið Reykjavíkur sem keppir fyrir hönd borgarinnar á mótinu. Í liðinu eru 41 keppandi, fjórir þjálfarar og tveir fararstjórar. Keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur eru 15 leikmenn í knattspyrnu drengja , 10 leikmenn í handknattleik stúlkna, 8 drengir og 8 stúlkur í frjálsíþróttum.
Á meðan mótinu stendur er hægt að fylgjast með og fá upplýsingar á heimasíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur, www.ibr.is. Skoða þar úrslit leikja, sjá myndir og lesa stutta umfjöllun alla daga. Einnig er hægt að fylgjast með á Facebooksíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Við FRAMarar eru stoltir af því að eiga 5 keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur þetta árið. Brynja Sif Gísladóttir, Sigurveig Halldórsdóttir og Ylfa Hjaltadóttir munu keppa í handbolta en þeir Baldur Kár Valsson og Birnir Leó Arinbjarnarson í knattspyrnu.
Mótið hefst mánudaginn 26. maí og óskum við þeim og þeirra liðsfélögum í Reykjavík alls hins besta.
Það gríðarlega skemmtileg upplifun að taka þátt í þessu móti og verður spennandi fyrir okkar krakka að taka þátt í þessu móti sem haldið er í Laugardalum í Reykjavík.
Þau sem voru valinn frá FRAM að þessu sinni eru:
Baldur Kár Valsson Fram
Birnir Leó Arinbjarnarson Fram
Brynja Sif Gísladóttir Fram
Sigurveig Halldórsdóttir Fram
Ylfa Hjaltadóttir Fram
Gangi ykkur vel
ÁFRAM FRAM