fbpx
Grunnskólamót Norðurlanda 2024

Fimm frá Fram í úrvalsliðið Reykjavíkur á Grunnskólamóti Norðurlandanna

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2024 fer fram í Reykjavík  26.-31. maí. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár.  Keppt er í handknattleik stúlkna, knattspyrnu drengja og frjálsíþróttum beggja kynja.

Á dögunum var valið í úrvalslið Reykjavíkur sem keppir fyrir hönd borgarinnar á mótinu. Í liðinu eru 41 keppandi, fjórir þjálfarar og tveir fararstjórar. Keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur eru 15 leikmenn í knattspyrnu drengja , 10 leikmenn í handknattleik stúlkna, 8 drengir og 8 stúlkur í frjálsíþróttum.

Á meðan mótinu stendur er hægt að fylgjast með og fá upplýsingar á heimasíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur, www.ibr.is. Skoða þar úrslit leikja, sjá myndir og lesa stutta umfjöllun alla daga. Einnig er hægt að fylgjast með á Facebooksíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur.

Við FRAMarar eru stoltir af því að eiga 5 keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur þetta árið. Brynja Sif Gísladóttir, Sigurveig Halldórsdóttir og Ylfa Hjaltadóttir munu keppa í handbolta en þeir Baldur Kár Valsson og Birnir Leó Arinbjarnarson í knattspyrnu.

Mótið hefst mánudaginn 26. maí og óskum við þeim og þeirra liðsfélögum í Reykjavík alls hins besta.

Það gríðarlega skemmtileg upplifun að taka þátt í þessu móti og verður spennandi fyrir okkar krakka að taka þátt í þessu móti sem haldið er í Laugardalum í Reykjavík.

Þau sem voru valinn frá FRAM að þessu sinni eru:
Baldur Kár Valsson                              Fram
Birnir Leó Arinbjarnarson                   Fram
Brynja Sif Gísladóttir                           Fram
Sigurveig Halldórsdóttir                      Fram
Ylfa Hjaltadóttir                                   Fram

Gangi ykkur vel

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!