Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag. Íslandsmeistararnir Aron Pálmarsson og Thea Imani Sturludóttir voru valdir mikilvægustu leikmenn Olís-deildanna.
Aron fékk því Valdimarsbikarinn og Thea fékk Sigríðarbikarinn.
Valsarinn Benedíkt Óskarsson og Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir voru valdir bestu leikmenn Olís-deildanna. Þjálfarar ársins voru þeir Sigursteinn Arndal hjá FH og Ágúst Þór Jóhannsson hjá Val.
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson voru valdir bestu dómarar Olís-deildanna.
Þrír Framarar fengu verðlaun fyrir sín afrek á vellinum í vetur.
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín var valin efnilegast leikmaður Olísdeildar kvenna.
Marel Baldvinsson var valinn efnilegasti leikmaður Grill deildarinnar
Ingunn María Brynjarsdóttir var valin besti markmaður Grill deildar kvenna.


