fbpx
Breki x Esbjerg banner

Breki Baldursson til Esbjerg

Kæru Framarar.

Við tilkynnum ykkur með miklu stolti að Breki Baldursson hefur verið seldur til Esbjerg í Danmörku.

Breki kemur í gegnum barna og unglingastarf Fram og er þetta því enn ein viðurkenningin á þeirri miklu og góðu vinnu sem þar er unnin.

Breki hefur vakið athygli og áhuga Esbjerg og fleiri liða undanfarin misseri.  Esbjerg bauð honum á reynslu fyrr í sumar þar sem hann stóð sig með stakri prýði, svo vel að danska félagið hefur nú gengið frá kaupum á honum.

Breki sem á 18 ára afmæli í dag spilaði samtals 42 leiki fyrir meistaraflokk Fram og skoraði í þeim 2 mörk.  Þá á hann að baki 12 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Við fylgjumst spennt með Breka á hans vegferð í Danaveldi og óskum honum alls hins besta.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!