Á föstudaginn síðastliðinn hélt íþróttafélagið Fram skemmtilegt golfmót í Öndverðarnesi.
Veðrið var einstaklega gott, með sól og lítll sem enginn vindur, sem skapaði frábæra stemningu á vellinum. Keppendur skemmtu sér konunglega og sýndu sínar bestu hliðar í leiknum.
Mótið endaði svo á stórglæsilegri hamborgaraveislu þar sem allir nutu góðra veitinga. Að lokum fór fram verðlaunaafhending þar sem sigurvegarar voru heiðraðir fyrir frábæra frammistöðu. Þetta var vel heppnaður dagur í alla staði og við vonum að allir hafi farið heim með bros á vör.
Þökkum spilurum, styrktaraðilum og starfsfólki Öndverðarnes fyrir að gera mótið eins gott og það varð!
Takk fyrir og sjáumst á næsta ári!
Hér eru úrslit mótsins.
Nándarverðlaun:
2. braut – Birgir Guðmundsson – 4.89 m
5. braut – Alexander G Alexandersson – 2.69
13. braut – Ívar Ingólfsson – 3.4 m
15. braut – Hergeir Elíasson – 4.53
18. braut – Guðni Grétarsson 1.01 m
Lengsta teighögg á 7. braut vallarsins.
Karlar – Axel Arnar Finnbjörnsson
Konur – Þorgerður Árnadóttir
Besta nýting vallar:
Guðrún Elísabet Árnadóttir
Punktakeppni
Karlar:
3. sæti – Sigurður Egill Þorvaldsson – 40 punktar
2. sæti – Haukur Bragason – 40 punktar
1. sæti – Alexander Alexandersson – 41 punktar
Punktakeppni
Konur
3. sæti – Steinunn Helgadóttir
2. sæti – Þorgerður Árnadóttir
1. sæti – Sigríður Kristjánsdóttir
Besta skor/Höggleikur
Konur:
Vilborg Linda Indriðadóttir – 95 högg
Karlar:
Axel Arnar Finnbjörnsson – 77 högg