Er ekki kominn tími til að hittast?
Sama hvort þú sért íbúi í hverfinu, átt barn í Fram eða gallharður Framari frá 1908 bjóðum við þér að mæta á “Hverfiskvöld” upp í veislusal félagsins á laugardaginn.
Þetta kvöld er fyrsta sinnar tegundar hjá klúbbnum. Viljum við reyna þétta raðir milli hverfisins, foreldra og Fram!
Einkunnarorð kvöldsins eru einfalt, gott og skemmtilegt!
Þannig opnum við húsið kl. 19.00. Fírum upp í grillinu í leiðinni og kveikjum á dælunni.
Verð eru litlar 2.000 krónur og er það gert til að halda uppi kostnaði við trúbadorana!
Keyptu miða hér!
https://stubb.is/events/bv2B7b