Miðvikudaginn 13. nóvember kl. 19.00 verður dómaranámskeið í Framheimilinu á vegum barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar FRAM.
Dómarar eru mikilvægir fyrir rekstur deilda og viljum við því bjóða ykkur að koma á KSÍ dómaranámskeið. Um er að ræða 1 klst námskeið og stutt próf að því loknu.
Við hjá FRAM viljum byggja upp hóp sjálfboðaliða sem hafa áhuga á dómgæslu en þetta er mikilvægur liður í því að hægt sé að spila leiki í yngri flokkum FRAM.
Námskeiðið er ykkur að kostnaðarlausu
Námskeiðið er miðvikudaginn 13. nóvember
Námskeiðið er kl 19.00