Þórhallur Siggeirsson landsliðsþjálfari U19 karla hefur gert eina breytingu á hópnum sem tekur þátt í undanriðli EM í Moldavíu dagana 10.-20. nóvember en okkar allra besti Markús Páll Ellertsson kemur inn í hópinn.
Fram á því þrjá uppalda leikmenn í hópnum, þá Þorra Stefán Þorbjörnsson, Markús Pál Ellertsson og svo Breka Baldursson sem gekk nýlega til liðs við Esbjerg. Þeir eru glæsilegir fulltrúar félagsins.
Til hamingju strákar og gangi ykkur vel!