fbpx
LengjudeildinSamningurbanner_Katrín Erla C

Katrín Erla Clausen semur við Fram

Katrín Erla Clausen gengur til liðs við meistaraflokk kvenna á tveggja ára samningi.

Katrín er 17 ára gamall miðjumaður sem er uppalin hjá Stjörnunni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún nú þegar öðlast nokkra reynslu í meistaraflokki, bæði með Álftanesi og Stjörnunni, en hún spilaði 7 leiki í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Auk þess á hún tvo U15 landsleiki.

Katrín er mjög metnaðarfull, frábær karakter og hefur nú þegar sýnt að hún hefur alla burði til að ná langt í fótboltanum. Við teljum hana styrkja hópinn mikið, bæði til styttri og lengri tíma og hlökkum virkilega til að sjá hana blómstra í Úlfarsárdalnum.

Velkomin í dal draumanna Katrín!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!