Katrín Erla Clausen gengur til liðs við meistaraflokk kvenna á tveggja ára samningi.
Katrín er 17 ára gamall miðjumaður sem er uppalin hjá Stjörnunni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún nú þegar öðlast nokkra reynslu í meistaraflokki, bæði með Álftanesi og Stjörnunni, en hún spilaði 7 leiki í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Auk þess á hún tvo U15 landsleiki.
Katrín er mjög metnaðarfull, frábær karakter og hefur nú þegar sýnt að hún hefur alla burði til að ná langt í fótboltanum. Við teljum hana styrkja hópinn mikið, bæði til styttri og lengri tíma og hlökkum virkilega til að sjá hana blómstra í Úlfarsárdalnum.
Velkomin í dal draumanna Katrín!