fbpx
123

Lilja keppandi ársins í Taekwondo

Taekwondodeildin hefur valið Lilju Jóhönnu Birgisdóttur keppanda ársins.
Lilja er á sínu fyrsta ári í B flokki stúlkna 12 – 14 ára og er óhætt að segja að hún hafi átt stórkostlegt ár.

Fyrsta mót ársins var Norðurlandamótið sem haldið var hér á landi í janúar. Keppnisrétt á Norðurlandamótinu hafa allir þeir sem eru 12 ára og eldri með rauð og svört belti. Eingöngu er þó keppt í svartbeltis flokkum og þurfa rauðu beltin því að keppa “upp fyrir sig” í erfiðleika.

Þar sem Lilja er ný orðin 12 ára var Norðurlandamótið hennar fyrsta mót í þessum keppnisflokki og er óhætt að segja að hún hafi byrjað keppni í flokknum með stæl. Í keppni einstaklinga komst hún inn í átta manna úrslitin og endaði í 7. sæti. Í keppni para náðu hún og félagi hennar, Nojus Gedvillas, upp á verðlaunapall og tryggðu sér bronsverðlaun sem verður að teljast frábær árangur á þeirra fyrsta stórmóti.

 

Lilja keppti einnig á sínu fyrsta Íslandsmóti á árinu og tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistara titil þar sem hún sigraði flokkinn af nokkru öryggi. Hún og Nojus tóku svo annað sætið og silfur verðlaun í parakeppninni.

Lilja sigraði einnig á öllum þrem bikarmótum ársins auk þess að komast á verðlaunapall á öllum mótunum í keppni para og hópa með félögum sínum úr Fram.
Taekwondodeild Fram tryggði sér sinn fyrsta bikarmeistaratitil félagsliða á árinu og er óhætt að segja að Lilja hafi verið mikilvægur hlekkur í þeim frábæra árangri.

Stúlknaflokkurinn er bæði sterkur og fjölmennur.
Við í  Taekwondodeild Fram erum því afskaplega stolt af okkar stúlku og óskum Lilju innilega til hamingju með frábæran árangur á árinu.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!