Núna um helgina afhenti Knattspyrnudeild Fram Ljósinu endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem fengið hefur krabbamein afrakstur söfnunnar sem Knattspyrnudeild Fram stóð fyrir núna í haust.
Það var Guðmundur Torfason formaður knattspyrnudeildar Fram sem afhendi Ljósinu 1,5 milljón krónur en það var afrakstur söfnunarinnar.
Verkefnið fólst í því að styrkja Ljósið en öll miðasala á leik Fram og KA rann til Ljóssins ásamt því að leikmenn Fram léku í sérhannaðri treyju. Þessi treyja var síðan til sölu í takmörkuðu upplagi og gekk salan vel.
Verkefnið er einnig hluti af þeirri samfélags ábyrgð sem Fram vill standa fyrir og fagnar því að fá tækifæri til að styðja það frábæra starf sem unnið er hjá Ljósinu.
Knattspyrnudeild Fram þakkar Ljósinu kælega fyrir samstarfið og einnig þeim stuðningsaðilum sem komu að verkefninu.
Gunni Hilmars sá um hönnun á treyjunni í samstarfi við Errea.
Alvotech, ACRO og Michelsen studdu verkefnið einnig myndarlega og þökkum við þeim fyrir þeirra framlag.
Hér má sjá Guðmund Torfason formann knattspyrnudeildar Fram afhenda styrkinn til Ljósins en það voru þær Áslaug Aðalsteinsdóttir og Guðrún Erla Þorvarðardóttir sem veittu styrknum viðtöku ásamt sérmerktu treyjunni sem hönnuð var fyrir verkefnið.