Það er alvöru veisla í dag. Jólagjöfin þetta árið er klár.
Afmælisbarn dagsins, okkar allra besta Murielle Tiernan, hefur skrifað undir nýjan samning út keppnistímabilið 2025.
Mur var markahæsti leikmaður liðsins í Lengjudeildinni í fyrra, með 13 mörk í 18 leikjum, auk þess sem hún skoraði önnur 6 í 7 leikjum í Lengjubikar og Mjólkurbikar. Hennar ferill á Íslandi hefur auðvitað verið algjörlega ótrúlegur og það eru algjör forréttindi fyrir félagið að njóta krafta hennar áfram.
Fyrir utan að dæla inn mörkum og stoðsendingum þá er Mur ótrúlega jákvæður leiðtogi innan og utan vallar. Hún gerir alla leikmenn liðsins betri, er hvetjandi og kröfuhörð og yngri leikmenn liðsins læra gríðarlega mikið af því að æfa og spila með henni.
Við fögnum því virkilega að Mur ætli að taka slaginn með liðinu í Bestu deildinni næsta sumar. Þetta verður alvöru partý.
Til hamingju með afmælið Mur og til hamingju allir Framarar!