fbpx
LengjudeildinSamningurbanner_Freyja Dís

Freyja Dís Hreinsdóttir hefur gert tveggja ára samning við Fram!

Freyja Dís er aðeins 17 ára gömul en á samt tvö tímabil að baki með meistaraflokki Fjölnis í 2.deild. Hún getur spilað bæði bakvörð og kant báðum megin á vellinum, býr yfir miklum hraða og er virkilega efnileg. Freyja hefur æft með liðinu undanfarið og hrifið þjálfarateymið mikið með sinni frammistöðu. Hún hefur auk þess frábært hugarfar og smellpassar inn í plön liðsins fyrir næstu ár.

Óskar Smári, þjálfari meistaraflokks kvenna, fagnar þessu:

“Ég er hæstánægður að tryggja Freyju til næstu ára í dal draumanna. Freyja hefur æft með okkur undanfarnar vikur og spilað æfingaleiki og heillað þjálfarateymið. Við bindum miklar vonir við hana í framtíðinni og hlökkum til að vinna með henni amk næstu 2 árin.”

Velkomin Freyja!

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!