fbpx
LengjudeildinSamningurbanner_Lily Farks

Lily Farkas gengur til liðs við Fram!

Er ekki best að enda árið með alvöru stæl? 

Það gleður okkur mikið að tilkynna nýjustu viðbótina við meistaraflokk kvenna.

Lily Farkas er 23 ára sóknarsinnaður leikmaður. Hún er bandarísk en með ungverskan ríkisborgararétt og hefur spilað með U19 landsliði Ungverjalands. Hún spilaði með Michigan og svo seinna Florida State í bandaríska háskólaboltanum áður en hún gekk til liðs við topplið Fortuna Hjorring í dönsku úrvalsdeildinni.

Lily getur leyst allar stöðurnar í sóknarlínunni en er í grunninn sóknarsinnaður miðjumaður með frábært auga fyrir spili, mikla tæknilega getu og góðan skotfót. Hún verður án nokkurs vafa mikil styrking fyrir okkar lið og við hlökkum verulega til að fá hana til liðs við hópinn.

Velkomin í dal draumanna Lily.

Við óskum jafnframt öllum Frömurum gleðilegs nýs árs. 2025 verður vonandi algjör veisla fyrir okkur öll.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!