Viltu gerast sjálfboðaliði hjá knattspyrnudeild FRAM, starfa fyrir þitt félag og félag barnanna þinna? Viltu taka þátt í gefandi og skemmtilegum verkefnum? Viltu kynnast nýju og skemmtilegu fólki?
Sjálfboðaliðastarf er hornsteinn og grundvöllur alls íþróttastarfs á Íslandi.
Knattspyrnudeild FRAM treystir á óeigingjarnt vinnuframlag einstaklinga sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að byggja upp íþróttastarf fyrir börnin okkar og halda því gangandi með dugnaði, eljusemi og ástríðu.
Ef þú hefur áhuga máttu endilega fylla út í þetta form – https://forms.gle/96r5uPq8zBhRjqEa7 eða senda póst á auduryrr@gmail.com
Ekki hika við að hafa samband. Þér verður tekið fagnandi!