Eyrún Vala Harðardóttir hefur framlengt samning sinn við Fram til ársins 2026 og verður því með liðinu að lágmarki næstu tvö tímabil.
Eyrún Vala gekk til liðs við Fram frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil og spilaði stórt hlutverk í frábærum árangri síðasta sumars. Hún getur spilað sem bakvörður, kantmaður og sóknarmaður, er eldfljót, flink og með góðan sendingar- og skotfót.
Við fögnum því auðvitað mjög að Eyrún Vala sjái framtíð sína í dal draumanna og hlökkum til að fá hana aftur til liðs við hópinn í vor þegar hún kemur heim frá bandaríkjunum þar sem hún er við nám.