fbpx
Jón Erik sigur janúar

Jón Erik Sigurðsson skíðamaður úr Fram sigraði á aðlþjóðlegu móti í svigi á Ítalíu um helgina.

Jón Erik Sig­urðsson, landsliðsmaðurinn okkar í alpa­grein­um stóð frábærlega á alþjóðlegu móti ung­menna  í San Gi­ovanni di Fassa á Ítal­íu um liðna helgi.

Jón Erik gerði sér lítið fyrir og sigraði  í svigi á föstudag, Jón Erik var í þriðja sæti eft­ir fyrri ferðina en glæsi­leg seinni ferð skilaði hon­um fyrsta sigr­in­um á er­lendri grundu. Jón  fékk 35,07 FIS-stig fyr­ir sig­ur­inn sem er hans næst besta á ferlinum hingað til.

En Jón Erik var ekki hættur því á laugardag var komið að stórsvigi.  Jón var með ann­an besta tím­ann eft­ir fyrri ferðina í stórsviginu og náði að halda því sæti með því að verða aftur með ann­an besta tím­ann. Árang­ur­inn skilaði honum öðru sætinu á mótinu.
Fyr­ir mótið fékk Jón Erik 34.56 FIS punkta sem er hans allra besti ár­ang­ur á ferl­in­um í stórsvigi.

Glæsilega gert hjá Jóni Erik og verður spennandi að fylgjast með honum í vetur.

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!