Það gleður okkur mikið að tilkynna að Dominique Bond-Flasza hefur samið um að leika með Fram út tímabilið 2025.
Dom gekk til liðs við félagið um mitt síðasta sumar þegar liðið var í 7. sæti Lengjudeildar. Hún hafði strax mikil áhrif á leik liðsins og átti mjög stóran þátt í því að liðið endaði í 2. sæti deildarinnar í lok sumars og tryggi sér þannig þáttöku í Bestu deildinni 2025.
Dom er reynslumikill miðvörður sem hefur komið víða við á ferlinum en hún hefur spilað með PSV Eindhoven, Nice, Medyk Konin, Tindastól og Grindavík. Hún á að baki 17 landsleiki með Jamaíka, m.a. á HM 2019, og hefur skorað 2 mörk fyrir landsliðið.
Við fögnum því verulega að Dom taki áfram slaginn með liðinu, hún er frábær leikmaður og æðislegur liðsfélagi. Hún styrkir okkar hóp að öllu leyti og við hlökkum mikið til að vinna með henni áfram.