Kæru verðandi þorrablótsgestir,
Þorrablótsnefndin ætlar að afhenda gestum miðana sína á föstudaginn, milli kl. 18:30 og 20:30, í Framheimilinu. Þeir sem hafa pantað miða geta sótt þá sjálfir eða fengið einhvern annan til að mæta fyrir sína hönd. Miðar og borðanúmer verða afhent í umslagi.
Auk þess er upplagt að mæta á leik Fram og ÍR í Olísdeild kvenna, sem hefst kl. 19:30 sama kvöld!
