fbpx
Fram25template-24 - Hildur María banner

Hildur María Jónasdóttir semur við Fram!

Það er með mikilli ánægju sem knattspyrnudeild Fram tilkynnir að Hildur María Jónasdóttir hefur gengið til liðs við félagið og mun því spila með liðinu í Bestu deildinni næsta sumar. Hildur semur til tveggja ára, eða út tímabilið 2026.

Hildur er 23 ára gömul og spilar sem miðjumaður. Hún er uppalin hjá Breiðabliki en hefur spilað með FH síðan 2021. Hildur er vel spilandi djúpur miðjumaður, virkilega sterk í stuttu spili, ósérhlífin og öflug í návígjum. Fyrir svo utan að vera frábær karakter þá sakar ekki að hún kemur af góðu fólki, en faðir hennar, Jónas Grani Garðarsson, varð markakóngur í efstu deild með Fram árið 2007.

Við hlökkum mikið til að fá Hildi til liðs við hópinn en hún er að ljúka háskólanámi í bandaríkjunum í vor og er þá komin alfarið heim.

Velkomin í dal draumanna!

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!