fbpx
Halldór og félagar

Halldór Ben Jónsson – Forystumaður með Framhjarta

Halldór Ben Jónsson, fæddur 6. desember 1948, lést 9. júlí 2024 eftir erfið veikindi, 75 ára að aldri. Hann var gerður að heiðursfélaga Fram á 100 ára afmæli félagsins árið 2008.

Halldór tók við formennsku í knattspyrnudeild Fram árið 1981. Á hans tíma sem formaður varð meistaraflokkur karla mjög sigursæll undir stjórn Ásgeirs Elíassonar þjálfara, en liðið vann 15 titla á sjö árum, þar á meðal þrisvar sinnum Íslandsmeistaratitil og þrisvar sinnum bikarmeistaratitil.

Eftir formennsku hjá Fram varð Halldór varaformaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) og gegndi lykilhlutverkum innan sambandsins, meðal annars sem formaður mótanefndar og dómaranefndar til margra ára. Fyrir framlag sitt til íslenskrar knattspyrnu var hann sæmdur heiðurskrossi KSÍ, æðsta heiðursmerki sambandsins.

Fram er afar þakklátt fyrir alla þá vinnu sem Halldór lagði í félagið í gegnum tíðina og þann dýrmæta arf sem hann skilur eftir sig og ánefnir knattspyrnudeildinni. Félagið vonast til að sá arfur verði ávaxtaður og eyrnamerktur áframhaldandi uppbyggingastarfi knattspyrnudeildar næstu ár.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!