Strákarnir okkar í handboltanum urðu í gær bikarmeistarar 2025. Strákarnir sem léku vel í þessari bikar seríu unnu Val í 8 liða úrslitum, Aftureldingu í stórskemmtilegum leik í undanúrslitum og mættu svo Stjörnunni í úrslitaleiknum í gær.
Leikurinnn í gær var eins og við mátti búast magnaður, stútfullt hús og stemmingin eftir því, þvílíkur stuðningur á pöllunum í gær.
Geggjað að fá að upplifa svona úrslitaleiki og ekki síður gaman að taka bikarinn með heim í Dal Draumanna.
Til hamingju strákar, þið vorið frábærir.
ÁFRAM FRAM
Fullt af myndum er finna á heimasíðu Kidda Trausta Collection: Handbolti