fbpx
Kam Pickett vefur

Kam Pickett semur við Fram!

Knattspyrnudeild Fram tilkynnir með mikilli ánægju komu Kam Pickett til félagsins. 

Kam er eldfljót og aggresív og spilar yfirleitt sem bakvörður. Hún kemur úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún spilaði með Clemson. 

Óskar Smári, þjálfari kvennaliðs Fram er hæstánægður með nýja leikmanninn:

“Þjálfarateymið er mjög ánægt með að hafa fengið Kam til liðs við okkur. Eldsnögg, ósérhlífinn og á eftir að hjálpa okkur mikið varnar- sem sóknarlega. 

Við erum alltaf að verða ánægðari með stöðu liðsins. Við teljum liðið vera á góðum stað, höfum bætt við okkur öflugum leikmönnum og leikmenn sem hafa verið hjá okkur undanfarin ár eru að vaxa og bæta sig. Við teljum okkur aðeins þurfa örlítið í viðbót og þá getum við lokað hópnum”.

Velkomin Kam! 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!