Hulda Dagsdóttir hefur gengið á ný til liðs við fram og undirritað þriggja ára samning. Hulda er uppalin í Fram og lék allan sinn yngri flokka feril með félaginu. Þess má til gamans geta að Haraldur Þorvarðarson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna, þjálfaði hana á yngri árum hjá Fram. Þá á hún að baki Íslands- og bikarmeistaratitla með sigursælu liði félagsins.
Hún lék þrjú tímabil með FHK Fredericia í Danmörku og síðar með Randesund í Noregi. Síðastliðinn vetur lék hún með Aftureldingu.
Það er mikið ánægjuefni að fá Huldu aftur heim og reynsla hennar mun efla lið Fram enn frekar.
