fbpx
Gríptu kemur út 13. mars (67)

Hulda Dagsdóttir kemur heim

Hulda Dagsdóttir hefur gengið á ný til liðs við fram og undirritað þriggja ára samning. Hulda er uppalin í Fram og lék allan sinn yngri flokka feril með félaginu. Þess má til gamans geta að Haraldur Þorvarðarson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna, þjálfaði hana á yngri árum hjá Fram. Þá á hún að baki Íslands- og bikarmeistaratitla með sigursælu liði félagsins.

Hún lék þrjú tímabil með FHK Fredericia í Danmörku og síðar með Randesund í Noregi. Síðastliðinn vetur lék hún með Aftureldingu.

Það er mikið ánægjuefni að fá Huldu aftur heim og reynsla hennar mun efla lið Fram enn frekar. 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!