Alex Unnar Hallgrímsson og Kristófer Tómas Gíslason léku um helgina með U17 ára landsliði Íslands á Nordic Cup æfingamótinu í Færeyjum. Liðið bar sigur úr býtum gegn Færeyjum á föstudag og gegn Sviss á laugardag, en mátti lúta í lægra haldi fyrir Þýskalandi á sunnudag. Íslenska liðið endaði í 2.sæti en Þjóðverjar unnu mótið á innbyrðis úrslitum. Alex Unnar, sem var að spila sína fyrstu landsleiki um helgina, spilar í vinstra horni en Kristófer Tómas er línumaður. Nú taka við stífar æfingar hjá þeim næstu vikur en U17 ára liðið mun taka þátt á Ólympíuhátíð æskunnar í N-Makedóníu undir lok júlí.
Fram á nokkuð af leikmönnum í yngri landsliðum sem verða í fjölbreyttum verkefnum nú í sumar. Við erum afar stolt of þessum ungu leikmönnum.
