fbpx
Gríptu kemur út 13. mars (75)

Alex Unnar Hallgrímsson og Kristófer Tómas Gíslason flottir um helgina!

Alex Unnar Hallgrímsson og Kristófer Tómas Gíslason léku um helgina með U17 ára landsliði Íslands á Nordic Cup æfingamótinu í Færeyjum. Liðið bar sigur úr býtum gegn Færeyjum á föstudag og gegn Sviss á laugardag, en mátti lúta í lægra haldi fyrir Þýskalandi á sunnudag. Íslenska liðið endaði í 2.sæti en Þjóðverjar unnu mótið á innbyrðis úrslitum. Alex Unnar, sem var að spila sína fyrstu landsleiki um helgina, spilar í vinstra horni en Kristófer Tómas er línumaður. Nú taka við stífar æfingar hjá þeim næstu vikur en U17 ára liðið mun taka þátt á Ólympíuhátíð æskunnar í N-Makedóníu undir lok júlí.

Fram á nokkuð af leikmönnum í yngri landsliðum sem verða í fjölbreyttum verkefnum nú í sumar. Við erum afar stolt of þessum ungu leikmönnum.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!