Tveir ungir og efnilegir leikmenn, þeir Sigurður Bjarki Jónsson og Tindur Ingólfsson, hafa framlengt samninga sína til tveggja ára hjá Fram.
Báðir eru þeir 21 árs á árinu. Sigurður Bjarki er línumaður og Tindur er skytta. Þeir eru báðir uppaldnir hjá Fram, hafa spilað í gegnum yngri flokka félagsins og eiga að baki fjölmarga titla með yngri flokkum, voru báðir í U-liði Fram sem sigraði Grill-deildina vorið 2024 og hafa verið hluti af meistaraflokki félagsins sem í ár varð bæði Íslands- og bikarmeistari.
Við óskum þeim til hamingju með nýjan samning og fögnum því að hafa þá áfram hjá félaginu.
