fbpx
Gríptu kemur út 13. mars (78)

Rúnar Kárason með nýja samninga!

Það þarf vart að kynna Rúnar Kárason fyrir Frömurum eða öðrum handboltaáhugamönnum. Nú hefur hann verið ráðinn í tvö ný og mikilvægt hlutverk innan félagsins – sem rekstrarstjóri handknattleiksdeildar og yfirþjálfari yngri flokka.

Rúnar skrifað einnig undir nýjan leikmannasamning og mun því áfram vera lykilmaður í sterku liði meistaraflokks karla á komandi tímabili, samhliða nýjum ábyrgðarhlutverkum innan félagsins.

„Það er virkilega ánægjulegt að fá Rúnar á fullu inn í starfið og við bindum miklar vonir við að geta nýtt okkur þekkingu hans og reynslu á enn fleiri vígstöðvum,” segir Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram.

Sjálfur er Rúnar spenntur fyrir verkefninu: „Ég er virkilega spenntur fyrir þessu hlutverki og vona að ég geti staðið undir væntingum og haldið áfram með það góða starf sem hér hefur verið unnið.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!