Það þarf vart að kynna Rúnar Kárason fyrir Frömurum eða öðrum handboltaáhugamönnum. Nú hefur hann verið ráðinn í tvö ný og mikilvægt hlutverk innan félagsins – sem rekstrarstjóri handknattleiksdeildar og yfirþjálfari yngri flokka.
Rúnar skrifað einnig undir nýjan leikmannasamning og mun því áfram vera lykilmaður í sterku liði meistaraflokks karla á komandi tímabili, samhliða nýjum ábyrgðarhlutverkum innan félagsins.
„Það er virkilega ánægjulegt að fá Rúnar á fullu inn í starfið og við bindum miklar vonir við að geta nýtt okkur þekkingu hans og reynslu á enn fleiri vígstöðvum,” segir Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram.
Sjálfur er Rúnar spenntur fyrir verkefninu: „Ég er virkilega spenntur fyrir þessu hlutverki og vona að ég geti staðið undir væntingum og haldið áfram með það góða starf sem hér hefur verið unnið.
