Stjórn knattspyrnudeildar Fram vill færa fráfarandi þjálfarateymi og aðilum meistaraflokksráðs kvenna, sem nú láta af störfum, innilegar þakkir fyrir þeirra framlag og störf í þágu félagsins.
Stelpurnar hafa staðið sig frábærlega og mun stjórn knattspyrnudeildar halda áfram að styðja við liðið af fullum krafti. Á næstunni verður fundað til að ákveða næstu skref, og hefst þá jafnframt vinna við að ráða nýtt þjálfarateymi.
Knattspyrnudeild Fram heldur áfram að leggja mikinn metnað í uppbyggingu beggja meistaraflokka, karla og kvenna, og styðja við leikmenn og þjálfara í átt að áframhaldandi framförum.
Við höfum þegar fengið fjölda fyrirspurna og hlökkum til að kynna framhaldið fljótlega.
Stjórn knattspyrnudeildar Fram.

 
								