Strákarnir okkar í fótboltanum sitja ekki auðum höndum núna heldur eru þeir á fullu við æfingar. Núna í desember ætla drengirnir að leika 2 æfingaleiki sem er liður í því að spila liðið saman f. komandi átök. Leikirnir verða sem hér segir.
Fimmtudagur 5. des. Egilshöll kl. 18:30 FRAM – Grótta.
Laugardagur 14. des Fífanl kl. 11:00 FRAM – Breiðablik
Eins og hér kemur fram verða allir þessir leikir leiknir í Egishöll og því ætti ekki að fara illa um áhorfendur og eru FRAMarar hvattir til að kíkja við í Egilshöll og fylgjast með strákunum í þessum síðustu leikjum ársins. Reykjavíkurmótið og lengjubikarinn fara svo afstað fljótlega á nýju ári en ekki er búið að gefa út leikdaga.
Áhugasamir FRAMarar hvattir til að kíkja á þessa leiki.