Það gekk ekki vel hjá okkar mönnum í kvöld þegar við mættum Haukum í deildarbikarkeppni HSÍ,
Leikurinn byrjaði ágætlega en í stöðunni 7 -7 fór að halla undan fæti og staðan í hálfleik 10- 7.
Seinni hálfleikur var ekki góður en margir leikmenn fengu að spila í kvöld og því bauð það uppá ýmislegt en enginn heimsendir í vændum. Leikurinn endaði ekki vel og lokatölur 27 – 15.
Þar með eru strákarnir okkar komnir í langþráð frí og geta hvílt sig fram yfir áramót en þá hefst alvaran aftur.
ÁFRAM FRAM