Fram og Breiðablik mættust í æfingaleik í Fífunni í Kópavogi í dag. Framarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir í 3-0 eftir 20 mínútna leik. Aleaxander Þorláksson og Aron Bjarnason skoruðu mörkin en þriðja markið var sjálfsmark. Blikar minnkuðu muninn í 3-1 fyrir hálfleik. Töluverðar breytingar voru gerðar á báðu liðum í hálfleik og riðlaðist leikur Framara nokkuð við það. Blikar gengu á lagið og minnkaði Elvar Árni Aðalsteinsson muninn í eitt mark áður en Benedikt Októ Bjarnason innsiglaði 4-2 sigur Framara.
Byrjunarlið Fram:
Ögmundur Kristinsson
Orri Gunnarsson
Halldór Arnarsson
Tryggvi Bjarnason
Einar Bjarni Ómarsson
Arnþór Ari Atlason
Jóhannes Karl Guðjónsson
Ásgeir Marteinsson
Haukur Baldvinsson
Aron Bjarnason
Alexander Þorláksson
Ögmundur fór meiddur af velli á 30. mínútu og tók Hörður Fannar Björgvinsson 16 ára við stöðu hans. Tryggvi Bjarnason, Jóhannes Kar Guðjónssonl, Haukur Baldvinsson og Aron Bjarnason.léku allir einungis fyrri hálfleikinn. Leikmennirnir sem komu inn í seinni hálfleik voru Aron Þórður Albertsson, Hafþór Mar Aðalgeirsson, Sigurður Þráinn Geirsson, Sigurður Friðriksson, Einar Már Þórisson, Benedikt Októ Bjarnason, Andri Freyr Sveinsson og Bjarni Hólm.
Þetta var síðasti leikur ársins hjá drengjunum, í janúar 2014 byrjar svo Reykjavíkurmótið og í framhaldi af því Lengjubikarinn, þannig að það er nóg framundan á nýju ári fyrir alla FRAMara. Njótið því hátíðanna og sjáumst hress á nýju ári .
ÁFRAM FRAM