Við FRAMarar erum stoltir af því þegar okkar leikmenn eru valdir í landslið Íslands.
Nú er HSÍ að velja æfingahópa fyrir U-20 ára landslið Íslands. Við FRAMarar eigum 6 leikmenn sem taka þátt að þessu sinni sem er sérlega glæsilegt.
Hópurinn mun æfa saman í kring um áramótin og taka þátt í æfingamóti með liðum úr Olís-deild kvenna.
Þær sem voru valdar að þessu sinni eru:
Hildur Gunnarsdóttir Fram
Hafdís Shizuka Iura Fram
Hekla Rún Ámundadóttir Fram
Karólína Vilborg Torfadóttir Fram
Kristín Helgadóttir Fram
Ragnheiður Júlíusdóttir Fram
Gangi ykkur vel !