fbpx
Bjarni og Hörður Fannar vefur.

Einn efnilegasti markmaður landsins til liðs við Fram

Bjarni og Hörður FannarHörður Fannar Björgvinsson markvörður U17 ára liðs Íslands skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við Fram.
Hörður Fannar sem er uppalinn hjá Stjörnunni er fæddur árið 1997 og því aðeins 16 ára en hann var eftirsóttur af mörgum félögum í úrvalsdeildinni. Hann hefur undanfarið æft með Fram og lék hann til að mynda allan leikinn þegar Fram sigraði ÍA í æfingaleik í nóvember og 60 mínútur þegar Fram lagði Breiðablik á laugardaginn var.
Hörður Fannar hefur leikið 10 leiki með U17, þar á meðal alla leikina þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Evrópumóts U17 ára landsliða með frábærri frammistöðu Rússlandi í haust.
Fram býður Hörð Fannar hjartanlega velkominn til félagsins og hlakkar til samstarfsins.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!