Hörður Fannar Björgvinsson markvörður U17 ára liðs Íslands skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við Fram.
Hörður Fannar sem er uppalinn hjá Stjörnunni er fæddur árið 1997 og því aðeins 16 ára en hann var eftirsóttur af mörgum félögum í úrvalsdeildinni. Hann hefur undanfarið æft með Fram og lék hann til að mynda allan leikinn þegar Fram sigraði ÍA í æfingaleik í nóvember og 60 mínútur þegar Fram lagði Breiðablik á laugardaginn var.
Hörður Fannar hefur leikið 10 leiki með U17, þar á meðal alla leikina þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Evrópumóts U17 ára landsliða með frábærri frammistöðu Rússlandi í haust.
Fram býður Hörð Fannar hjartanlega velkominn til félagsins og hlakkar til samstarfsins.
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email