fbpx
Steinunn vefur

OLÍS – deild kvenna aftur af stað, FRAM – Haukar á laugard.

Fram-Haukar - Olis 2 - 260913Þá er keppni í OLÍS-deild kvenna loks að fara af stað aftur eftir langt hlé.  Síðustu leikir deildarinnar voru í lok nóvember s.l. og því í raun nýtt undirbúningstímabil sem hefur staðið síðan þá.  Þessi fyrsta umferð deildarinnar eftir hlé er einnig síðasta umferðinn í fyrri hluta OLÍS deildarinnar.  Línur eru því eitthvað farnar að skýrast um stöðu liðanna.
Í raun má segja að deildin sé nokkuð skipt.  Efst er Stjarnan og Valur fylgir þar fast á eftir.  Síðan koma, svolitið á eftir Grótta, ÍBV og FRAM og þar á eftir HK og FH.  Í neðri hlutanum eru síðan lið Hauka, Selfoss, Fylkis og KA/Þór.  Á botninum situr síðan lið Aftureldingar sem er enn án stiga í deildinni.

Mótherjar FRAM í leiknum á morgun, laugardaginn 11. janúar, eru Haukar sem eru í 8. sæti deildarinnar með 7 stig, á meðan FRAM er í 5. sæti deildarinnar með 14 stig.  Staða liðanna segir ekki allt, og ljóst að ef FRAM kemur ekki allt vel undirbúið til leiks og tilbúið í mikla baráttu mun leikurinn á morgun verða mjög erfiður.

 Á síðustu þremur keppnistímabilum hafa liðin leikið 7 leiki eins og fram kemur hér að neðan. 

Dags.

Keppni

hálfleikur

lokatölur

2010 – 2011

 

 

 

 

2. okt. 2010

FRAM – Haukar

Íslandsmót

21 – 4

38 – 11

15. jan. 2011

Haukar – FRAM

Íslandsmót

8 – 21

23 – 33

2011 – 2012

 

 

 

 

17. sept.2011

FRAM – Haukar

Rvík open

15 – 10

33 – 16

14. okt. 2011

FRAM – Haukar

Íslandsmót

19 – 12

39 – 21

11. feb. 2012

Haukar – FRAM

Íslandsmót

9 – 16

24 – 28

2012 – 2013

 

 

 

 

3. nóv. 2012

Haukar – FRAM

Íslandsmót

10 – 19

22 – 30

19. feb. 2013

FRAM – Haukar

Íslandsmót

11 – 10

34 – 19

FRAM hefur sigrað í öllum þessum leikjum og skorað alls 235 mörk í þeim eða 33,57 mörk að meðaltali í leik.  Haukar hafa hins vegar skorað 136 mörk í þessum leikjum eða 19,43 mörk að meðaltali í leik.

Eins og áður sagði þá mætti samkvæmt þessu gera ráð fyrir sigri FRAM í leiknum á morgun.  Haukaliðið hefur hins vegar tekið miklum framförum undanfarin ár.  Þar hefur farið fremst í flokki Marija Gedroit sem er ein besta skytta deildarinnar í dag og hefur skorað um þriðjung marka Hauka í vetur.

Það er því ljóst að FRAM verður að eiga góðan leik á morgun til að sigra og þarf á góðum stuðningi að halda. Þínum stuðningi.

Er ekki tilvalið að mæta á leik í OLÍS-deild kvenna til að hita sig upp fyrir fyrsta leik Íslands á EM sem fram fer á sunnudaginn.

gþj

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!