fbpx
007-fors

Tvö núll sigur á Leikni í fyrsta leik

Osvald og Bjarni  IIFram mætti Leikni í fyrsta leik okkar í Reykjarvíkurmótinu í knattspyrnu í  Egilshöll í gærkvöldi. Leiknismenn eru núverandi Reykjarvíkurmeistarar. Leikurinn var í járnum fyrsta hálftímann og sprækir Leiknismenn áttu þá ágætis marktækifæri, m.a. skot í stöng. Framliðið vann sig þó hægt en örugglega inn í leikinn sem að endaði með góðu skallamarki Arnþórs Ara Atlasonar eftir fyrirgjöf frá hægri á 37. mínútu. Markið kom eftir einkar laglega sókn okkar Framara.
Í seinni hálfleik var Fram ávalt með undirtökin á leiknum og þegar Ósvaldur Jarl Traustason smellti boltanum upp í vinstra markhornið beint úr aukaspyrnu á 73. mínútu gáfust Leiknismenn upp og ungt Framliðið sigldi sigrinum örugglega í höfn.
Næsti leikur Fram í mótinu er gegn Íslandsmeisturum KR fimmtudaginn 23. janúar kl. 19:00.
Lið Fram gegn Leikni:

Ögmundur Kristinsson

Orri Gunnarsson (Benedikt Októ Bjarnason)
Halldór Arnarsson
Einar Bjarni Ómarsson (Hafsteinn Briem)
Ósvaldur Jarl Traustason

Jóhannes Karl Guðjónsson
Arnþór Ari Atlason
Viktor Bjarki Arnarsson (Einar Már Þórisson)

Ásgeir Marteinsson (Aron Þórður Albertsson)
Guðmundur Magnússon (Alexander Már Þorláksson)
Hafþór Mar Aðalgeirsson (Haukur Baldvinsson)

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!