Meistaraflokkur kvenna lék í dag sinn fyrsta leik eftir langt hlé í OLÍS deildinni. Mótherjarnir voru að þessu sinni Haukar. Þetta er fyrsti leikur FRAM síðan 22. nóvember s.l. og sóknarleikurinn var svolítið stirður í upphafi leiks. FRAM náði samt fljótlega forystu þó að hún væri ekki mikil og um miðjan hálfleikinn var FRAM yfir 9 – 8. Leikurinn var síðan í járnum allann fyrri hálfleikinn og að honum loknum var staðan 15 – 13 FRAM í vil.
Haukar náðu að jafna fljótlega í seinni hálfleik 19 – 19 og síðan var jafnt á flestum tölum þar til um 10 mínútur voru eftir, þó að FRAM hafi yfirleitt verið með eins til tveggja marka forystu. Undir lokin náði FRAM að hrista Haukana af sér og komst í fimm til sex marka forystu þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Haukarnir skoruðu hins vegar síðustu mörkin en það dugði þeim ekki og FRAM sigraði nokkuð örugglega í lokinn 29 – 26.
Sóknarleikurinn var nokkuð stirður gegn framliggjandi vörn Hauka og áttu skyttur FRAM í erfiðleikum með að koma skotum á markið.
Varnarleikurinn var oft á tíðum ágætur þó að svo vörnin opnaðist stundum illa.
Sigurbjörg átti frábæran leik í dag, skoraði ein 9 mörk, auk þess að eiga fjölda stoðsendinga sem gáfu mörk. Marthe lék einnig mjög vel, nýtti færin sín vel og skoraði mörg mörk úr hraðaupphlaupum. Elva Þóra og María stóðu sig vel i miðju varnarinnar og blokkeruðu fjölda skota Hauka.
Sunneva byrjaði í markinu og náði sér ekki alveg á strik. Hildur kom í markið undir lok fyrri hálfleiks og varði strax nokkra bolta. Undir lokin kom síðan Sunneva aftur í markið og tók nokkra bolta í lokinn.
Eins og oft áður í vetur var þetta sigur liðsheildarinnar, sem barðist allann tímann og skilaði því sigri og tveimur góðum stigum.
Sunneva varði alls 9 skot og Hildur varði einnig 9 skot.
Mörk FRAM skoruðu: Sigurbjörg 9, Marhe 6, Ragnheiður 4, María 3, Elva Þóra 3, Hekla Rún 3, Karólína 1.
gþj