Nú þegar keppni í OLÍS deild kvenna er hálfnuð er vert að athuga hverjar hafa verið að leika leikina fyrir FRAM og hverjar hafa verið að skora mörkin fyrir okkur.
Alls hafa verið spilaðar 11 umferðir í deildinni. Þessa leiki hafa átján leikmenn leikið fyrir FRAM. Þar af hafa sex leikmenn leikið alla ellefu leikina, en það eru markmennirnir Hildur Gunnarsdóttir og Sunneva Einarsdóttir og síðan útileikmennirnir Hafdís Shizuka Iura, María Karlsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir.
Flest mörk í vetur hefur Sigurbjörg skorað eða 71 mark, þar á eftir koma í markaskorun, Ragnheiður með 52, María með 25, Hekla Rún með 25, Ásta Birna með 24 og Marthe með 22.
Nafn |
Fjöldi leikja |
Fjöldi marka |
Hildur Gunnarsdóttir |
11 |
|
Sunneva Einarsdóttir |
11 |
|
Ásta Birna Gunnarsdóttir |
5 |
24 |
Elva Þóra Arnardóttir |
10 |
8 |
Guðrún Jenný Sigurðardóttir |
2 |
|
Hafdís Shizuka Iura |
11 |
18 |
Hekla Rún Ámundadóttir |
10 |
25 |
Hildur Marín Andrésdóttir |
4 |
|
Hulda Dagsdóttir |
2 |
1 |
Íris Kristín Smith |
9 |
3 |
Jóhanna Björk Viktorsdóttir |
9 |
6 |
Karólína Vilborg Torfadóttir |
9 |
2 |
Kristín Helgadóttir |
10 |
3 |
María Karlsdóttir |
11 |
25 |
Marthe Sördal |
9 |
22 |
Ragnheiður Júlíusdóttir |
11 |
52 |
Sigurbjörg Jóhannsdóttir |
11 |
71 |
Steinunn Björnsdóttir |
6 |
18 |