fbpx
SJ003-fors

FRAM – FH Olís-deild kvenna

Fram-FH- Olis 2 - 260913Meistaraflokkur kvenna leikur í dag  fyrsta leik sinni í seinni umferð OLÍS deildarinnar í vetur.  Mótherjarnir eru FH og fer leikurinn fram í Íþróttahúsi FRAM í Safamýrinni kl. 19:30.

Liðin mættust síðast þann 20. september s.l. í fyrstu umferð OlíS deildarinnar.  Það var leikur sem lengst af var jafn og spennandi.  FH hafði yfir í leikhléi 11 – 10 en FRAM náði yfirhöndinni í seinni hálfleik og sigraði að lokum 18 – 21.
Hildur Gunnarsdóttir kom í mark FRAM í þeim leik og lokaði markinu á löngum köflum.  Markahæstar FRAM í leiknum voru Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir báðar með 6 mörk.

Markahæst FH í leiknum var Berglind Ósk Björgvinsdóttir með 5 mörk.

FRAM er í dag í 4. sæti deildarinnar með 16 stig.  FH er ekki langt á eftir í 7. sæti deildarinnar með 9 stig.

Ef teknir eru saman leikir liðanna síðustu þrjú tímabil kemur eftirfarandi í ljós

Dags.

Keppni

hálfleikur

lokatölur

2010 – 2011

6. nóv. 2010

FH – FRAM

Íslandsmót

12 – 18

27 – 37

19. feb. 2011

FRAM – FH

Íslandsmót

20 – 7

40 – 18

2011 – 2012

12. okt. 2011

FH – FRAM

Íslandsmót

10 – 16

16 – 30

3. feb. 2012

FRAM – FH

Íslandsmót

16 – 8

35 – 15

2012 – 2013

22. sep. 2012

FH – FRAM

Íslandsmót

10 – 15

17 – 27

8. jan. 2013

FRAM – FH

Íslandsmót

12 – 5

28 – 15

2013 – 2014

20. sep. 2013

FH – FRAM

Íslandsmót

11 – 10

18 – 21

16. jan. 2014

FRAM – FH

Íslandsmót

Þessi þrjú síðustu keppnistímabil hafa liðin því leikið sex leiki og síðan leik í fyrri umferðinn í vetur.  FRAM hefur sigrað í öllum þessum sjö leikjum og skorað alls 218 mörk í þeim eða 31,14 mörk að meðaltali í leik.  FH hefur skorað 126 mörk í þessum leikjum eða 18,00 mörk að meðaltali í leik.
Það má reikna með hörkuleik  og það er ekki afleitur upphitunarleikur fyrir stelpurnar, þegar Ísland mætir heimsmeisturum Spánar á EM í loka leik sínum í B riðlinum.

FRAM þarf á þínum stuðningi að halda á morgun.

gþj

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email